Íslensk útilegustemming, símadóni og fleira
Jæja, enn og aftur sit ég á kaffinu góða og blogga innan um drukkið fólk af mörgum þjóðernum. Þessa dagana er íslensk útilegustemming ríkjandi fyrir utan kaffið, menn spila á kassagítara og syngja gamla slagara. Og þá er nú gott að hafa lopapeysuna góðu sem Fjóla prjónaði á mig áður en ég yfirgaf Klakan. Annars er farið að hægjast á drykkjunni hér í I-house, allir orðnir bissý við námið.Aðfaranótt mánudags lét símadóni til skara skríða hér í I-house, hann hringdi í mig klukkan hálf fimm um nóttina og vildi endilega vita hvað ég hét og hvaðan ég væri. Ég skellti á kauða sem síðan hringdi í flest öll önnur herbergi á hæðinni við lítinn fögnuð íbúanna. Þessi kauði er frægur hér í Berkeley, og gengur undir nafninu Skómaðurinn vegna þess að hann vill víst alltaf vita hvernig skó viðkomandi kona á. En í mínu tilfelli stóð samtalið nú ekki nógu lengi til að umræður færu að snúast um skóeign mína. (ímyndið ykkur samtalið: ég á tvö pör svarta tásandala, eina brúna leðursandala með hæl, tvenna svarta háhælaða skó, aðrir eru Mary Jane´s, hvíta strigaskó, ljósbrúna ilskó.......Vá, gaurinn hefði sko farið á hausinn). En ég lét vita af hringingunni niðri í lobby og þurfti fyrir rest að gefa lögregluskýrslu um atburðinn....löggan er víst að safna upplýsingum um gaurinn og því þarf að gera skýrslu um hvert atvik....og hann hefur verið að í 10 ár.....það eru margar lögregluskýrslur......En það versta við símtalið var það að 40 mínútum eftir það, þegar ég var alveg að sofna aftur, heyrði ég svakalegan hávaða fyrir utan herbergið mitt. Ég safnaði kjarki í ca 10 mínútur og fór svo að gá, og viti menn, hvíta skilaboðataflan mín sem venjulega hengur á veggnum fyrir utan herbergið mitt, lá að þessu sinni á gólfinu. Ég átti hálft í hvoru von á nastí skilaboðum á henni eins og t.d. I´m standin behind you, en það var þó ekki svo slæmt. En krípí var það.
Ég hef hingað til látið það vera að kommenta á ástarlíf íbúanna í I-house, en kannski er kominn tími til að gera bragabót þar á. Megineinkenni ástarlífsins eru þessi; a) Gagnkynhneigðir karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta íbúa og allir á veiðum. b) Flestir eru í tveggja manna herbergjum. c) Sumir eru að safna þjóðernum, þ.e. að reyna að sigra heiminn með því að sofa hjá sem flestum þjóðernum(hér býr sko fólk af ca 50 mismunandi þjóðernum, og ég hef þetta með söfnunina eftir kunningja mínum sem er að safna og er bara kominn með allnokkur lönd).
Þetta gerir það að verkum að það að vera kona frá landi sem aðeins hefur 300 þúsund íbúa og býr auk þess í eins manns herbergi virðist vera afar spennandi kostur fyrir veiðimennina. Og það er mjög skrítið að fá alla þessa athygli frá öllum þessum fjaska fallegu ungu mönnum. Æ, ef ég væri nú bara 25 ára aftur....en þeir hljóta þó að gefast upp fljótlega......en gaman að fá alla þessa athygli.......best að daðra pínulítið og sjá hversu lengi þeir reyna....
Ég verð að brjóta hefðina og enda þetta án sögu af heimilislausum. Ég hef bara lært síðustu daga og ekki farið steinsnar út fyrir hússins dyr nema bara í skólann og ekki hitt einn einasta heimilislausan. Sem er kannski bara gott...en kannski er ég bara hætt að taka eftir þeim...
3 Comments:
Hey frábært að fá fréttir af þér!! Er í helgarleyfi af spíttlanum núna. Nánari fréttir af því síðar. Berjum símadónann!! MZ U
Þetta með símamanninn hljómar bara eins og í svæsinni Urban legend. Nú ert þú búin að segja hana og svo er bara spurningin hvort ég fari ekki að láta hana ganga...mannst að sögur eru eins og snjóboltar. Kannski verða allir bara rosa hissa þegar þú kemur heim, allir ´munu hafa haldið að þú hafir lent í Skómanninum ógurlega ;)
Skemmtilegt blogg hjá þér.
Post a Comment
<< Home