Tuesday, October 04, 2005

Alvarlegur knússkortur, en það má alltaf versla

Jæja, nú er ég enn einu sinni komin með hvítvínsglasið góða, en að þessu sinni ber ekkert á alþjóðlegu drykkjumönnunum sem venjulega umkringja mig þegar ég er að blogga á I-house kafffinu. Ástæðan er sú að nú standa yfir miðsvetrarpróf hér í Berkeley og flestir sitja sveittir við að lesa. En ekki hún ég, því að ég tek engin próf, skrifa bara fullt af ritgerðum og tala þessi lifandis ósköp alla önnina(það er víst kallað presentation).

Síðasta laugardag var ég gripin alveg hreint hrikalegri heimþrá. Hugsaði þessi lifandis ósköp um lífið og tilveruna meðan mér leiddist alveg hreint óskaplega. Helgarnar hérna eru bara alls ekki svo skemmtilegar. Ég geri í rauninni aldrei neitt um helgar hérna. Það er í rauninni aðeins þá sem ég finn virkilega fyrir því að vera eini Íslendingurinn á staðnum......það er svolítið eins og maður eigi bara fullt af kunningjum en enga alvöru vini. Um helgar eiga nefnilega þjóðernin það til að rotta sig saman og gera eitthvað skemmtilegt......og ef manni er boðið með gerist það 2 mínútum áður en allir eru að fara, svona ef maður rekst á hópinn. Með öðrum orðum er maður aldrei partur af planinu.....Enginn sem bankar hjá manni og segir: við erum að fara þetta klukkan þetta viltu koma með? En kannski er þetta bara óhjákvæmilegt þegar maður býr á 8 hæð og lyfturnar eru alltaf bilaðar. Ég veit að þetta er ekkert til að velta mér upp úr......en sem íslendingur er ég bara vön því að vera stillt virka daga og djamma um helgar......Æjá, og ég sakna þess líka að fá aldrei knús......gott almennilegt íslenskt knús....eftir marga bjóra. Annars er ég sko búin að kaupa mér flug heim um jólin, mæti á klakan þann 15. des og vænti þess að fá fullt af bjór og mörg knús.

En nóg af væmni, hver í fjandanum þarf vini og knús þar sem er skítódýrt að versla? Á sunnudaginn ákvað ég semsagt að skreppa til San Fransisco og versla í tilfefni þess að gengi dollarans var lágt, aðeins ca 62 krónur. Ákvað meðal annars að skreppa i Viktoriu secrits. Ég hafði komið þangað einu sinni áður en hrökklast út aftur vegna þess hversu yfirgengilega ágengt afgreiðslufólkið var. Vá, ég meina það, þegar ég kom þangað síðast stukku 3 afgreiðsludömur á mig, afhentu mér körfu og ýttu mér inn í mátunarklefa þar sem ég var bókstaflega neydd til að máta ca 15 brjóstahaldara. Ég var soldið smeik við að fara þangað aftur......En þegar ég kom þangað að þessu sinni bólaði ekkert á afgreiðsludömunum ágengu. Bara mjög afslappandi tónlist og ekkert stress. Var að skoða mjög flottan brjóstarhaldara þegar miðaldra kona birtist við hliðina á mér og fór að tala við mig. Og áður en ég vissi hafði hún tekið í hönd mér og leitt mig að mátunarklefanum. Ég held að þetta hafi kannski bara verið Viktoria sjálf.....Talaði við mig á leiðinni eins og hún væri amma mín og ég nýútskrifuð af Kleppi, þ.e. hvaðan er þú væna mín, þú verður að máta til að finna réttu sniðin elskan mín og svo framvegis. Ég get eiginlega ekki lýst þessu almennilega, en þetta var mjög fyndið í búðinni og ég sleppti mér alveg......og hló bara eins og ég væri nýsloppinn af Kleppi......En ég keypti þó blessaðan haldarann, það var það minnsta sem ég gat gert eftir allan hláturinn......

Ég fékk email frá nemenda í Skandinavíudeildinni síðustu helgi. Sú er að sitja námskeið um Skandinavískar draugasögur og ætlar að skrifa um þann undarlega ávana íslenskra drauga að endurtaka alltaf orð í vísum sínum(móðir mín í kví, kví og Garún, Garún og svo framvegis). Henni vantar heimildir og var að spyrja hvort að einhver hefði einhverntíma skrifað um þetta atriði. Og nú beini ég spurningunni til ykkar Brækanna, hver hefur eiginlega skrifað eitthvað um þetta þarna heima?

Þessa vikuna talaði ég ekki við neinn heimilislausan. Gekk bara framhjá fullt af þeim. Og gaf nokkrum þeirra 25 cent. Maður getur víst ekki hjálpað öllum og ég hef þá reglu að gefa bara einum 25 cent á dag. Annars færi maður sko hreinlega á hausinn........

2 Comments:

At 5:09 AM, Blogger Helga said...

Thetta med tvitekningu i thjodsogum er rosalega ahugavert, kannski madur aetti ad hugleida ad skrifa um thad einhvern timann, hver veit! Thad er greinilega nog ad gera hja ther tharna uti, skolinn hja mer byrjar rolega en mer list samt vel a thetta allt saman. Gangi ther vel afram!
Helga.

 
At 8:54 AM, Blogger theddag said...

Ég hlakka mjög til að sjá þig í desember og ég skal gefa þeir eitt stórt knús (eða mörg lítil, þú mátt ráða).
Þetta er mjög áhugavert viðfangsefni hjá henni (var það ekki stelpa?), en því miður þá veit ég ekki um neinn sem hefur skrifað um þetta. En hvað með Jón Jónsson, hann veit allan fjandann.

 

Post a Comment

<< Home