Saturday, October 08, 2005

Sætar löggur, ástleitni, búllur og lærdómur

Ég bara gat ekki stillt mig um að blogga þótt það sé bara laugardagskvöld hér í Berkeley og ekki vika liðin frá síðasta bloggi. Það situr nefnilega svo myndalegur lögregluþjónn við borðið mitt og ég tími bara ekki að standa upp. Birtist bara í fullum skrúða og spurði hvort hann mætti deila borðina. Og auðvitað sagði ég já, enda alltaf verið veik fyrir myndalegum mönnum í flottum einkennisbúningum.

Það hefur annars verið lítið um að vera hjá mér síðan ég bloggaði síðast, enda hefur lesturinn þessa vikuna verið óheyrilega mikill. Mér endist varla vikan til þess að klára að lesa allt sem ég á að lesa hverja viku og hef ekki haft neinn tíma til að hugsa um ritgerðirnar sem ég á að skrifa. Þetta er Ameríska skólastefnan í hnotskurn, lesturinn er svo mikill að maður bara rétt nær að skrolla yfir allt saman og meðtekur ekki neitt. Þetta er bara eins og að opna hverja skúffuna á fætur annarri, rétt kíkja ofan í hana og síðan skella henni aftur......

Ég afrekaði það að fara tvisvar sinnum út í vikunni sem er bara nokkuð gott. Á þriðjudagskvöldið, eftir að hafa bloggað (í gremjuflensu og með heimþrá eins og þið kannski munið), hitti ég Bilal (Pak) og Johannes (Þýs). Við ræddum um þetta vandamál að passa ekki alveg inn í umhverfið. Bilal er sá eini frá sínu landi hérna eins og ég og Johannes er aðeins 23 ára og passar því engan vegin inn í þjóðernið sitt, þar sem hinn venjulegi þjóðverji hérna er ca 29-30 ára(Þetta fannst mér fyndið). En mitt vandamál er hinsvegar ekki aðeins það að ég er eina manneskjan frá mínu landi hérna, heldur er ég einnig af vitlausu kyni, þ.e. það eru bókstaflega engar aðrar konur hérna á mínum aldri (og afar fáar konur yfir höfuð í húsinu). Og karlarnir eru sko ekkert grín......Voða vinalegir en.......sko þegar maður er búin að kynnast þeim aðeins eiga þeir það til að verða svolítið.......tja, já.....ástleitnir. (Ræddi þetta vandamál við Scott í gær, sem hefur lýst því yfir að ég allt of gömul fyrir hann sem gerir hann að skásta ráðgjafanum sem ég hef á að skipa hérna. Hann rakti þetta allt saman til veraldarleiksins góða sem ég útskýrði um daginn, þ.e. Ísland skorar feitt á listanum). Annars eru hérna tvær danskar stelpur ca 28 ára og ég er mikið að spá í að fara að sitja um þær og reyna að kynnast þeim betur...... Ég er nokkurn megin viss um að a.m.k. önnur þeirra drekkur bjór af og til.....Og ég virkilega þarf á pásu að halda frá karlkyns félögunum í húsinu.

En aftur að þriðjudagskvöldinu. Bilal, Johannes og ég ákváðum að skreppa á bar og spila pool. Því miður reyndist barinn vera að loka þegar við komum þangað, svo að Bilal ákvað að sýna okkur mestu búlluna í Berkeley. Þetta reyndist vera ponsulítill bar með bakgarð, en státaði þó af því að hafa einar 12 bjórtegundir.

It was shit!(biðst velvirðingar á þessu, Scott komst í tölvuna, sæta löggan farinn og frekur breti kominn í staðinn). Sp - this is Scott back again - Juliana´s been up to no good this week. I´ve promised her that I wouldn´t go into any of the specifics - well, that´s what I told her while I was wrestling this computer off her, but the point is that she´s been up to no good. And that´s great! Everyone here finds her highly amusing. I mean, most of the Yanks don´t even know where Iceland is, let alone have they ever met anyone from there. Except one or two who are able to recognise her from a great distance by the fact that she´s as pale as Björk. I personally would like to see her down the karoake bar, but she´s threatened violence every time I´ve suggested such a thing. Oh well... maybe next life-time.

Jæja, þetta var Scott aftur. Hann var víst að koma heim frá 4 klukkustunda bjórdrykkju. Læt þetta bara standa. En hvar var ég.....Já mesta búllan í Berkeley.....Það var aðeins eitt klósett og ekki hægt að læsa því. Þetta hafði það í för með sér að strákarnir tóku að sér að standa vörð í hvert skipti sem ég þurfti að nota baðherbergið. Sem mér fannst nokkuð skondið því að þeir gerðu þetta alveg óumbeðnir og ég er nú ekki alveg svona fín með mig......enda Íslendingur og öllu vön í salernismálum. Aðrir viðskiptavinir barsins samanstóðu af afar óhreinum manni með eigur sínar á bakinu, og 5 afar einkennilegum einstaklingum(sem allir voru með pinna á mjög skrítum stöðum, með legghlífar, hnúajárn og gott ef ég sá ekki bara gulltennur líka). Síðan birtist afar sérkennilegur maður með næstum því engar tennur og mjög skrítna hárgreiðslu. Hann skilgreindi sig sem trompetleikara, talaði óskaplega tilviljunarkennt(random speaking á engilsaxnesku), og hafði spilað á götuhornum í Texas, New Orleans, Þýskalandi, Englandi og mörgum fleiri löndum. Talaði mikið um matónu sem hann hafði hitt í New Orleans, spilað fyrir og eitthvað fleira...Mjög sérkennilegur maður...En Bilal lét hann giska á hvaðan við værum og þegar kom að mér kom frá kauða: God damm if she has´nt got the same pale nose that Björk has....Strákunum fannst þetta frekar fyndið, og sagan flaug sem kannski útskýrir kálsúluna frá Scott hér að ofan.

Á fimmtudaginn fór ég á einhverskonar bjórkvöld hjá þjóðfræðinni hérna í Berkeley. Við hittumst á nokkuð góðum kokteilbar að þessu sinni þar sem við vorum hreinlega of mörg til að passa inn á venjulega barinn(sem er Triple rock, afar erfitt að fá borð). Drakk fullt af kokteilum, sem voru afar ódýrir og mjög vel útilátnir.... Vildi að ég gæti munað hvað þessi bar hét....En ég átti áhugaverðar samræður við hina þjóðfræðinemana um allt lesefnið hérna úti.....sem lyktuðu með því að þau spurðu stóreygð: Ert þú virkilega að reyna að lesa allt fyrir hverja viku? Ertu brjáluð? það reynir sko enginn og kennararnir gera ekki ráð fyrir að allir lesi alla textana, þessvegna eru þeir svona margir.....Ojá, þar hafði ég það. Svo núna ætla ég bara að lesa það sem skiptir máli fyrir ritgerðirnar mínar og bara rétt skanna restina......

2 Comments:

At 7:54 AM, Blogger theddag said...

Heppin samt að hafa komist að þessu fyrr eða síðar ;) En er það ekki allt í lagi fyrir þig að skanna bara yfir efnið þar sem þú tekur engin próf og lesa betur fyrir ritgerðirnar? Þú ert svo mikil hetja, Júlla mín, og ég væri alveg til í að heimsækja þig. Ef þessir kanar segja þig ljósa...hvað segja þeir þá um mig ;) Þeir halda ábyggilega að ég sé draugur!

 
At 7:54 AM, Blogger theddag said...

btw, ertu búin að fá Lost?

 

Post a Comment

<< Home