Thursday, December 15, 2005

Ég er að koma heim...

Jæja, boggið verður stutt að þessu sinni, það er nefnilega bara hálftími þar til ég fer út á flugvöll. Ojá, ég er að koma heim í jólafrí. Flýg frá San Fran til New York og þaðan til Keflavikur. Sem þýðir að ég lendi ekki á Íslandi fyrr en klukkan 06:45 á föstudagsmorgninum vegna tímamismunar....Mér líður nú samt eins og ég eigi sólahringsferðalag fyrir höndum. En ég vænti þess að einhverjir séu til í bjór um helgina og auglýsi hér með eftir drykkjufélögum um helgina.

Annars var Skandinavískt coffee hour hér í Ihouse í kvöld, Noreigur, Svíþjóð og Danmörk. Þau voru með svona Lúsíu hátíð, æ þið vitið stelpan með öll kertin á hausnum. Þetta var bara nokkuð flott hjá þeim, nema hvað strákarnir í Lúsíu fylgdinni voru með hvíta oddahatta og litu soldið út eins og klú klaks klan (eða hvað það nú heitir). En þau sungu nú bara ágætlega og komust alveg frá þessu óbrennd.

Annars var síðasta vika afar strembin og sama og ekkert sofið fyrir vikið. Ég var að ganga frá ritgerðum, eins og frægt er orðið (sendi mörg hjálparköll til Íslands, takk takk allir sem hjálpuðu). Held að ég hafi komist nokkuð slysalítið frá annarri ritgerðinni, en hin gekk öllu verr, þar sem ég var bókstaflega fárveik af ofnæmiskvefi þegar ég skrifaði seinni hlutan af henni og man barasta mest lítið eftir því hvað ég skrifaði.....

En nú er flugvallarskutlan rétt ókomin og best að koma sér. Ég verð sennilega með gamla símann minn þegar ég kem heim og verð búin að hlaða hann. Ef hann þá virkar ennþá. En símanúmerið er 895 7372. Bjallið endilega á föstudaginn, og bless á meðan.

2 Comments:

At 3:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Ef þú skyldir kíkja hérna inn á meðan þú ert á landinu :).....

Gleðileg jól tengdafrænka :), njóttu þeirra nú í botn áður en þú ferð út aftur :)

 
At 9:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól Júlla mikið yrði nú gaman að hitta á þig á meðan þú ert á landinu! ætlar þú eitthvað að koma austur?

 

Post a Comment

<< Home