Thursday, November 10, 2005

Poker, bjórkvöld og fleira

Ég biðst afsökunar á langri ritstíflu undanfarið, þá sjaldan sem ég hef haft tíma til að skrifa eitthvað, hefur ég hreinlega ekki haft orku eftir til að skrifa eitthvað af viti. En í kvöld stendur þetta allt til bóta, enda er ég nýkomin heim af happy hour hjá þjóðfræðinni og bara nokkuð mild eftir örfáa bjóra á þeim ágæta stað Blake´s. Og er aðeins of kát til að setjast að lestri, svo að það er víst eins gott að eyða restinni af kvöldinu í hvítvín og blogg.

Fyrst af öllu biðst ég velvirðingar á því að setja ekki fleiri myndir inn á bloggið mitt. Málið er það að ég er gjörsamlega fötluð þegar kemur að tæknimálum, auk þess sem mín ágæta en mjög svo þrjóska rammíslenska tölva hefur þróað með sér einstakan gremjuvírus gagnvart bandarísku netkerfi, sem hefur það í för með sér að hún er ófáanleg til þess að tengjast ákveðnum vefsíðum sem taka að sér að birta myndasíður. Svo að ef einhver vill sjá fleiri myndir frá hrekkjavöku, bendi ég á síðu Klaus kunningja míns, á slóðinni http://galleries.ktruehl.net/index.php?spgmGal=berkeley_05-06&spgmFilters=. En ég mun samt halda áfram að vinna í myndamálinu og hver veit nema mér takist loksins að búa til link á myndirnar mínar hér á síðunni minni, ja, eða finna einhvern sætan snilling hér innanhús sem græjar þetta allt saman fyrir mig.

Ég hef annars vægt til orða tekið verið frekar önnum kafin upp á síðkastið. Ástæðan er að sjálfsögu ritgerðarskrif og annað sem hefur hrunið yfir mig hér í náminu. Skil ekki alveg hvernig hinir fara að þessu. En var samt bent á það að flestir alþjóðlegir framhaldsnemar láta sér nægja að taka tvo áfanga en ekki þrjá eins og ég. Svo að nú skil ég betur af hverju nágrannar mínir virðast alltaf hafa tíma fyrir bjór.....

Annars tók ég pásu frá ritgerðaskrifunum á mánudagskvöld, miðvikudagskvöldinu og nú í kvöld, fimmtudag, svo að ég ætti ekki að vera að vorkenna sjálfri mér svona fjandi mikið. Á mánudagskvöldinu átti Claire (frönsk) afmæli og að sjálfsögðu var mér bæði ljúft og skilt að heiðra hana með nærveru minni og bergja á frönsku kampavíni og jarðaberum hér í I-house. Á miðvikudaginn lagðist ég síðan í fjáhættuspil og spilaði poker, og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað Texas holdem einu sinni áður, gerði ég mér lítið fyrir og vann pott kvöldsins, sem að þessu sinni var 40 dollarar. Og þurfti að kaupa könnu af bjór handa spilafélögunum fyrir vikið. Semsagt, alveg óvænt bjórdrykkja..... en strákarnir virtust bara nokkuð sáttir við að hafa tapað fyrir konu sem þar af auki var byrjandi eftir bjórinn..... röfluðu samt eitthvað um byrjendaheppni...En vá, mikið djöv...er ég góður blöffari!

Í kvöld var síðan bjórkvöld hjá þjóðfræðinni hér í Berkeley, og þar sem fundarstaðurinn reyndist vera aðeins steinsnar frá I-house ákvað ég að mæta á svæðið. Að þessu sinni var bara nokkuð góð mæting og að vanda líflegar umræður. Meðal annars ræddum við skrítnustu vinnur sem við hefðum unnið um ævina, og ljós komu margir mjög athyglisverðir vinnustaðir, eins og sláturhús, kalkúnabú og fleira. Held samt að ég hafi haft vinninginn, þar sem ég vann við að vökva blóm í fyrirtækjum/stjórnarráðum og skreyta jólatré forðum daga í blómaval......Erfitt að toppa það.

En talandi um jólin, í lok nóvember ætla ég að kaupa jólaseríur og setja í gluggan minn, sama hvað hver segir(veit ekki alveg hver stefnan í jólaskreytingum er hér í Berkeley). Og fara í alveg brjálað íslenskt jólaskap....og hlakka til að fara heim í: rok/skafrenning/slyddu/byl/frost/rigningu....

1 Comments:

At 9:43 AM, Blogger theddag said...

Hvenær kemurðu heim? Ég vil fá að sjá þig. Helgar kemur lika heim um jólin.

 

Post a Comment

<< Home