Tuesday, November 01, 2005

Sögur af djammi

Þá er ég enn og aftur komin á borðið mitt fyrir utan I-house kaffið og með hvítvínið góða, enda þótt að ég hefði nú vart list á því eftir þrotlaus partý og gleðskaparkvöld síðustu viku. Já, í síðustu viku varð ég alveg spinnigal og djammaði hvorki meira né minna en 4 sinnum á 7 dögum. Sem bætir alveg upp síðustu vikur sem hafa að mestu snúist um skólann og ekkert annað. Tilefnið að öllum þessu djammi var að sjálfsögðu Hrekkjavakan, sem hér í bæ líkist mest kjötkveðjuhátíð, sökum þess að hún teygir sig yfir marga daga og felur í sér nokkuð viðstöðulausa drykkju. Og mikið af hálfnöktu fólki.......

Djammstandið hjá mér hófst nokkuð hóflega á miðvikudaginn, með bjórdrykkju hér á kaffinu. Þar mættu Torben, Tim og Klaus (þýskir), Claire og Astrit (franskar) og Jaime (segir maður Kosta ríkastur þegar einhver er frá Costa Rica?)......Verið að fara ofan í saumana á væntanlegri hrekkjavöku sjáið nú til........Og áður en við vissum vorum við búin að slátra nokkrum könnum af bjór og partýferð á föstudagskvöldinu komin á koppinn.

Á fimmtudagskvöldinu mætti ég á Triple rock happy hour hjá þjóðfræðinni hér í Berkley sem venja er á fimmtudagskvöldum. Annars er eiginlega alltaf happy hour hjá mér hér í Berkeley þar sem bjórinn kostar aðeins 1/3 af því sem hann kostar heima.......En að þessu sinni ætlaði ég aðeins að staldra við í klukkustund og halda svo heim þar sem ég hafði tekið svolítið hressilega á því kvöldið áður......En í ljós kom að flestir voru á leið til San Fransisco þetta kvöld, og þar sem ég sá fram á að fá bílfar fram og til baka stóðst ég ekki freistinguna og hoppaði með.......Og upplifði tvímælalaust skemmtilegasta kvöldið mitt hér hingað til.

Leiðinn lá á bar sem nefndist því frekar neikvæða nafni Bottom of the hill. Sem mér fannst frekar fyndið þar sem að í síðustu viku, eins og þið kannski munið, var ég stödd í klúbbi að nafni Top of the mark. Ég fór semsagt frá toppinum á botninn á aðeins 7 dögum......Bottom of the hill reyndist vera live performance bar sem sérhæfir sig í athyglisverðum tónlistaratriðum. Undrin hófust með stórundarlegum náunga í gylltum geimbúningi sem söng stórfurðuleg lög fyrir framan hvít tjöld. Einhverjir hljóta að hafa verið að störfum bak við hann þar sem klippimyndir birtust stöðugt á hvítu tjöldunum.....mjög skrítið og erfitt að lýsa. Eftir að geimgæinn og klippimyndirnar höfðu lokið sér af steig á stokk hljómsveitin Dead hen sons pleaseeasaur, en þessi ágæta hljómsveit samanstóð af ca 7 einstaklingum og spilaði eingöngu lög úr Prúðuleikurunum. Já, þið munið, Kermit, Svínka og þetta lið....og þau voru alveg hreint frábær, spiluðu inn á milli á teskeiðar, steppskó og fleira furðulegt sem ég kann ekki að nefna. Eftir að Dauðu Hensonarnir runnu sitt skeið, mætti á sviðið hljómsveitin Captured by robots, sú hljómsveit samanstóð af einum manni og sex vélmennum....sem voru öll klædd í Star trek búninga og léku frekar súrt þungarokk. Og voru bara helv...góðir. Ég kom heim klukkan 01, með svartar naríur í hendinni sem státuðu af þessari skemmilegu áletrun: This ass has been capture by robots. Hlýt að hafa fundist þetta afar merkilegur minjagripur um Ameríska menningu þegar ég keypti þær.....

Á föstudagskvöldinu fór ég í partýið góða sem planað var á miðvikudaginn. Þetta var búningapartý og því varð ég að fá mér búning í hvelli á föstudaginn. Þar sem mér skorti hráefnið til þess að búa til Loðna manninn eða eitthvað annað gamalt og gott íslenskt, ákvað ég að endurvekja tiltölulega ungt hryllingssjokk íslensku þjóðarinnar, og bjó til: Svanakjólinn hennar Bjarkar..... Og trúið mér, ég var hrikalega flott....Í hvítum puffpilsi og fjaðraboga með mjög dauðan svan á öxlinni..... tungan úti og allt.....Og með alveg ekta íslenskan hreim....Skemmti mér dúndur vel í partýinu sem var í Oakland, en mikið lifandis ósköp tók langan tíma að finna taxa heim.....

Þar sem ég hafði djammað helst til mikið undanfarna daga var ég alveg spök á laugardag og sunnudag (að læra, má víst ekki alveg gleymast í fjörinu), en á mánudaginn var hrekkjavakan sjálf, og ferðinni heitið í Casto í San Fransisco. Fór með The folks, þ.e. þjóðfræðinni hérna í Berkeley, og að sjálfsögðu í svanadressinu góða. Það sérkennilega var að það var barasta hellingur af fólki sem bar kennsl á búninginn....Var alltaf að heyra einhvern kalla: hey Björk... og fullt af fólki tók myndir af mér. Svo að fólk virðist muna nokkuð vel eftir kjólnum góða.... sem mér finnst bara nokkuð flottur....En áfram með söguna. Við tókum Bart, sem er lestarkerfið hér í Berkeley til San Fransisco. Ferðin var öll hin ævintýralegasta, þar sem fleiri voru á ferðinni en lestirnar rúmuðu....svo að vagninn sem ég var í var hreinlega eins og sardínudós. Sá að það leið yfir eina stelpuna í vagninum mínum, slík voru þrengslin....og ég held ég hafi barasta lengst um nokkra sentimetra í þrengslunum (er sennilega 1.65 núna í staðin fyrir 1.60....og mjóóó, mikil ósköp). Minni voru þrenslin ekki í Castró, og eftir ca 30 mín á staðnum var ég hreinlega farin að þrá að komast heim....enda hef ég aldrei getað þolað þrengsli. Þrátt fyrir allt var þetta alveg þess virði að sjá, því ég hef aldrei séð annað eins samansafn af skrítnum búningum. Til dæmis var þarna maður með sitt eigið höfuð undir hendinni og kona sem var bara í örfáum svörtum málingarblettum...og önnur bara í smáfjöður milli fótanna....þeim hlýtur að hafa verið kalt....brirrh. Það var gott að komast heim eftir öll lætinn, en Bartvagninn sem ég tók heim var svo grasreyktur að ég var hreinlega hálfskökk þegar ég kom út úr honum.....En sem dæmi um öll þrengslin þetta kvöld, þá datt ókunnugur kveikjari út úr brjóstarhaldaranum mínum þegar ég fór í sturtu um nóttina......Einhver hlýtur að hafa misst hann og úpps......

1 Comments:

At 3:22 PM, Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHAHAHA....... það er algjör snylld að lesa þetta blogg þitt, vona að þér sé sama að ég auglýsi það á síðunni minni svo fleiri meigi njóta sagnagáfu þinnar :D

Frábært að heyra að þú hafir það yfirleitt gaman þarna úti. Einn sem þú þekkir kannski að flytja til San Fransisco. Gaui fyrrverandi hennar Ellu, er að hugsa um að fara út 15. des :)

Gangi þér allt í haginn og fyrirgefðu framhleypnina í mér að skrifa hérna :)

Dúddi

 

Post a Comment

<< Home