Wednesday, November 16, 2005

partýpúp, fjölendagötur og fleira

Hvítvínið rennur ljúflega niður að vanda hér í landi lögreglupartýpúpara og meints frjálsræðis. Ekki það að ég hafi beint eitthvað upp á þessa partýpúpara að kvarta, enda sárasjaldan farið í partý hér í bæ, en síðustu helgi gat ég samt ekki annað en tekið eftir því að það ríkir afar lítið umburðarlyndi í garð óformlegs skemmtannahalds meðal bæjaryfirvalda hér í Berkeley. Ég var nefnilega að læra til kl. 02 á laugardagskvöldið og um ca miðnætti hitti ég hóp af fólki sem hafði verið í partýum víðsvegar um Berkeley. Þessi partý fengu öll þann sorglega endir að vera stöðvuð af lögreglunni. Mér taldist til að ég hefði hitt einstaklinga sem voru að koma úr ca 5 aðskildum partýum.....Vá, lögreglan hlýtur að hafa verið rennisveitt við sitt helsta verkefni, Partýpúping. En ég er ansi hrædd um að ef við hefðum sama umburðarleysi gagnvart drykkju og skemmtannahöldum á Íslandi og eru við ríki hér, væri allt logandi í óeirðum og uppreisnaranda. En í stað þess að brenna bíla og mótmæla skorti á mannréttindum (þ.e. réttindum tengdum friðhelgi heimilisins og því hverju þar fer fram), hengir Kaninn haus og segir; Æ, þetta hefur bara alltaf verið svona...

Á sunnudagkvöldinu fór ég nú samt í hálfgert partý. Þetta var svona fínt partý, heima hjá JL í Skandinavíudeildinni. Það er alltaf soldið skrítið að hitta prófessorana og kennarana í Skandinavíudeildinni af því að annar hver talar íslensku. Finnst soldið erfitt að muna hverjir þeirra það eru samt....og tala orðið alveg hundlélega íslensku enda í engri æfingu. En partýið var hjá John, sem býr í Oak Knoll Terrance hér í Berkeley. Hann sendi mér bara nokkuð góðar leiðbeiningar; elta Piedmont Ave til enda, beygja til vinstri, elta götuna að ljósunum og beygja síðan til hægri og þá ertu komin. Semsagt, ekkert mál, bara ein míla. En annað kom þó á daginn þegar gönguferðin hófst og eins og ég á vanda til rammviltist ég náttúrulega. Í ljós kom að Piedmont Ave, sem reyndar er gatan sem ég bý í, endar á alveg hreint ótal mörgum stöðum. Og á einum staðnum var meira að segja búið að snúa götuskiltinu í ca 10 hringi. Og á öðrum dauðum enda pissaði maður næstum því á mig....held að það hafi samt ekki verið viljandi heldur kannski bara náttblinda. En eftir að hafa endað Piedmont Ave ca 10 sinnum án þess að finna Oak Knoll eða einhver götuljós, gafst ég upp og hringdi í Bilal (pakistanskur) heima í I-House og bað hann um að fara á netið og leiðbeina mér að Oak Knoll. Samtal okkar gekk eitthvernmegin svona fyrir sig:

Ég: ég stend núna við Edison skólann....
Bilal: Nei, það er enginn Edison skóli á kortinu...
Ég: Ok, ég geng aðeins lengra áfram, en Piedmont endar samt virkilega hérna...
Bilal: Hvaða gata krossar hjá þér?
Ég: Hér er einhver sem heitir Gerber, hún var ekki í leiðbeiningunum og endar inni í fjallinu....
Bilal: Ef þú ert í Gerber, ertu mjög heit, Oak Knoll er bara rétt hjá þér.
Ég: Ó, hér er einhver göngustígur, en hann liggur upp fjallið.
Bilal: Hvað er götunúmerið?
Ég: Gerber 2815, er ég heit?
Bilal: Já, þú hlýtur að vera komin.
Ég: púff púff (afar andstutt eftir fjallgönguna), nú er ég við Gerber 2825, er ég heitari?
Bilal: Já, samkvæmt kortinu ertu hreinlega komin.
Ég: Ég sé svakalega götu með fullt af höllum, best að leita að skilti.....Ojá, þetta er Oak Knoll, vá ég er komin og bara einni klukkustund og tuttugu mínútum of sein.

Ójá, kennarapartý eru fín, en mikið svakalega er erfitt að rata í þau. Og þegar í partýið var komið vakti það bara kátínu hvaða leið ég hafði komið. Átti víst ekki að brölta yfir neitt fjandans fjall. En mér leið samt bara nokkuð vel eftir nokkur hvítvínsglös og allt talið á ástkæra ilhýra.

Komið hefur í ljós að fyrirbærið veður er ekki sér íslenskt fyrirbrigði, það er einnig að finna í þeim ágæta paradísarbæ Berkeley. Frá aðfararnótt mánudags og allt fram á mánudagskvöld, nötraði allt og skalf, og reyndist ástæðan vera hávaðarok. Þetta kom okkur skærgrænum íbúum I-house algerlega í opna skjöldu, enda búið að fylla kollinn á okkur með sætum, hvítum lygum um eilífa veðraparadís þar sem aðeins rignir á nóttinni og rok þekkist ekki. En þetta reyndist því miður ekki vera alveg rétt, og ofan á allt var ofninn í herberginu mínu bilaður, svo að aðfaranótt mánudags var alveg hreint svakalega köld. Enda engar almennilegar sængur að finna hér í bæ, aðeins tilbrigði við ábreiður sem ekkert gagn gera. Svo mikill var kuldinn þegar verst var að minnstu munaði að ég héldi af stað í karlaleit með það fyrir augum að láta hann hita upp beddan minn....


Í morgun var ég síðan vakin upp með andfælum klukkan hálfellefu um morguninn, sem er afar ókristilegur tími þegar maður hefur verið að læra til klukkan þrjú nóttina áður. Mættur reyndist vera heljarinnar rumur sem sagðist ætla að laga ofninn minn. Það tók mig þó nokkurn tíma að muna að ég hafði víst kvartð yfir honum við yfirvöld hér á bæ á mánudaginn var. Og á meðan maðurinn mundaði áhöld sín við ofnin bilaða ranglaði ég um herbergið eins og móðursjúk hæna, enda glænývöknuð og óvön að hafa viðgerðakarla í svefnherberginu mínu. Sennilega leyst kauða ekkert á mig, þar sem hann tilkynnti mér loks að hann þyrfti að ná í fötu og kæmi aftur eftir smá stund, ef ég skildi nú vilja nota tækifærið og klæða mig á meðan? Það var fyrst þá sem ég áttaði mig á því að ég var á náttfötunum og þeim ekki mjög siðsamlegum.....En ég tók manninn á orðinu, hentist í föt og yfirgaf herbergið, alveg hreint svakalega illa úfin og ógreidd. Og hélt mig fjarri herberginu meðan á viðgerð stóð af einskærri blygðun yfir náttfatasýningunni. En maðurinn gerði sitt gagn og ofninn malar hreinlega af hita og ánægju núna og engin þörf á aukahita í rúmið lengur.

Ég hef annars litið svakalega nördalega út síðustu viku, svo að líklega hefði karlaleitin gengið afar treglega á mánudagsnóttina ef á hefði reynt. Ástæðan er sú að augun mín tóku allt í einu upp á þeim óskunda að hafna linsunum, svo að síðustu daga hef ég gengið um með Buddi Holly gleraugun mín öllum til mikillar skelfingar. Þar sem ég hef komist að því að gleraugnastúss er ekki einfalt mál hér í landi kapitalisanna, ákvað ég að skoða annan möguleika, þ.e. laseraðgerð. Og fann einn aðila sem býður upp á frítt tékk fyrir svona aðgerðir og gerir síðan tilboð í augun á manni. Mæti þangað í fyrramálið og læt ykkur síðan vita hvernig fer í næstu viku. Svo kannski kem ég heim til landsins bláa með alveg hreint splúnkuný augu um jólin....

3 Comments:

At 2:02 AM, Blogger Syneta said...

Muhahahaha:) viðgerðarkallinn hefur kannski haldið að hann væri kominn í svona mynd þar sem konur panta viðgerðamenn vegna þess að þær sjálfar eru "bilaðar" ekki heimilistækin:) hlakka til að heyra af leyseraðgerðartilboðinu;)

P.S. skildist eitthvað af mynd-birtingar-póstinum frá mér?

 
At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said...

hæ skvísa. Þú að rata er náttúrulega snilld LOL Við værum góðar í þessu saman. Senda þér sæng? Sama vandamál hér á skerinu þ.e. kalt og karlmannslaust. Thuthu fyrir leisertékki
Kveðja Solveig

 
At 10:10 AM, Blogger theddag said...

Þú ert snilldar penni. Á að koma heim um jólin?

 

Post a Comment

<< Home