Wednesday, December 07, 2005

Ofnæmi, ritgerðir, skómenn og brunaboðar

Nei, nei, ég er ekki dáin, bara alveg ógeðslega þreytt. Og komin með skrifa á tölvuleiða. Ég hef nefnilega verið alveg ótrúlega bissý við að skrifa ritgerðir og er sko ekki búin. Ég skil bara ekkert í þessu, ég byrjaði á báðum ritgerðunum fyrir meira en mánuði síðan, hvernig get ég enn verið að skrifa....? Annars hélt ég framsögu um báðar ritgerðirnar í vikunni, enda þótt ég væri ekki búin að skrifa þær, og komu spákonuhæfileikar mínir sér mjög vel við flutninginn. Og mér tókst bara nokkuð vel upp, held ég. Vona bara að restinn af ritgerðunum verði í einhverju samræmi við framsögurnar.....

Annars tók ég mér hvítvínsfrí í kvöld frá ritgerðarskrifunum, ástæðan er sú að ég hef náð mér í kvef og fannst því nauðsynlegt að grípa til róttækra fyrirbyggjandi ráðstafanna áður en það versnaði. Annars held ég að þetta sé ofnæmiskvef, því það byrjaði á laugardaginn síðasta á veitingastað sem skartaði af ca 50 stykkjum af jólastjörnum. Þetta var reyndar hálf fyndið, því að eftir snarpa hnerra kviðu spottaði ég pínkulitla jólastjörnu á borðinu sem ég sat við og færði hana hið snarasta í burtu. Hnerrarnir hættu ekki, og þá tók ég skyndilega eftir því að það voru jólastjörnur upp um alla veggi. Þetta var eiginlega eins og martröð, maður eyðir einu skrímsli og sér síðan 50.......ég meina það, þetta var eins og blómaval.

Þar sem það er langt síðan ég hef skrifað er rétt að tæpa á atburðum liðinna vikna. Að morgni þakkargjörðardagsins, klukkan 8 nákvæmlega, hringdi síminn hjá mér. Á línunni var maður sem virtist vera að hringja í skakkt númer. Þar sem almennt þokuástand ríkir í mínu heilabúi til a.m.k. klukkan 10 glutraði ég út úr mér bæði nafni mínu og þjóðerni. Gall þá við í kauða: Icelandic! ohyes, you are the girl with the two pony tales who makes such a lowed nouse when you walk in your flipflapp shoes, tell my, what collore are they? Og þá vaknaði heilabúið, þetta var sko ekki vitlaust númer, heldur Skómaðurinn. Að sjálfsögðu skellti ég á, en mér fannst mjög óhugnalegt að hann skildi geta lýst mér, því að dagana á undan hafði ég verið með fléttur í hárinu..... Og tásandalarnir mínir eru mjög háværir þegar ég geng um gólf hér í Ihouse. Kauði semsagt veit hver ég er, eða minnsta kosti hvaðan. Það sem verra var við þetta allt saman var að á tímabili leit út fyrir að hann væri að fylgjast með glugganum mínum, þar sem hann hringdi nokkrum sinnum ca 1 mínútu eftir að ég kom inn í herbergið og kveikti ljósið. Hann hringdi í næstum allar stelpurnar á hæðinni minni næstu daga, Josephine (kenísk) hafði svipaða sögu að segja og ég, það er að segja að kauði virtist einnig geta lýst henni. Svo að við erum næstum því vissar um að Skómaðurinn búi í húsinu. Og ég þurfti að gefa lögregluskýrslu númer tvö síðan ég kom hingað.

Brunakerfið fór annars í gang í síðustu viku, klukkan 3 um nóttu. Og allir 600 íbúarnir þurftu að yfirgefa kofan í hvelli og safnast saman úti á plani. Ég var ekki sofnuð, heldur var ég að setja á mig sjálfbrúnkukrem (svo að ég líti út fyrir að hafa verið í Kaliforníu þegar ég kem heim). Þar sem ég hafði aðeins náð að setja krem á ca hálfa bringuna og annan handleggin þegar lætin byrjuðu var ég vægast sagt köflótt næstu daga. En að sjálfsögðu snaraði ég mér í föt og út eins og lög gera ráð fyrir, og var svo forsjál að grípa með mér bjór í leiðinni. Sem öllum fannst nokkuð fyndið úti.....spottaði samt rússneskan strák sem ég þekki sem hafði gert það sama og skálaði við hann fyrir rússnesk/íslenskri fyrirhyggju. En ég var mjög þakklát fyrir fyrirhyggjuna með bjórinn þegar ég hafði staðið úti í rigningunni í ca klukkustund. Þetta reyndist vera gabb, og íbúarnir rennblautu fengu að fara aftur inn í húsið klukkan 4. Þar sem ég var bæði blaut og köld og einnig Josephine og Claire (frönsk), slæsti ég forlátri koníaksflösku sem ég átti á okkur. Við héldum semsagt náttfatapartý, sem var mjög athyglisvert, því að sjálfsögðu snerust umræður um karlmenn og kynlíf. Þetta var annars allt á fjölþjóðlegu nótunum og ég veit miklu meira um karlmenn og kynlíf víðsvegar um heiminn enn áður.....

1 Comments:

At 11:35 AM, Blogger theddag said...

Kynlíf og karlmenn annarra landa...bara umræðuefni í næsta brókarpartý;)

Hvernig í fjandanum veit skómaðurinn símanúmerið þitt?

 

Post a Comment

<< Home