Thursday, February 09, 2006

Ég er víst karlmaður....

Það er fimmtudagskvöld hér í Berkeley borg og ólíkt flestum fimmtudagskvöldum á ég hvergi að vera. Eða það held ég að minnsta kosti. Enginn Sagaklúbbur, folklore happy hour, Íslendingasaumaklúbbur, matarboð eða kennnarapartý. Skrítið....Veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera hér heima á fimmtudagskvöldi, enda alls óvön að eyða þeim innan veggja I-house. Svo að auðvitað blogga bara eins og alltaf þegar ég hef bókstaflega ekkert betra að gera. Enda skólavikan búin og allt of snemmt að byrja að lesa fyrir næstu viku. Eins og þið líklega vitið er ég þjáð af hinum hvimleiða sjúkdómi Alzheimer light, en þetta afbrigði sjúkdómsins veldur meðal annars eftirfarandi einkennum:

1. Gleymsku á lestunum textum frá liðinni viku.
2. Gleymsku á ökutækjum mínum á ólíklegustu stöðum, svo sem verslunum, eftir að hafa rétt skotist á þeim þangað.
3. Gleymsku á nöfnum kærasta systra minna. Eða það sem verra er, man nöfnin einum kærasta of seint.....svo að núverandi er kallaður nafni fyrrverandi......hræðilega neyðarlegt.......
4. Gleymsku á nöfnum minna eigin kærasta..........Ennþá neyðarlegra.....
5. Gleymsku á handtöskum mínum á furðulegustu stöðum. Eins og til dæmis inní ískápum, þurrkurum og þvottavélum....


En ég verð bara að lifa við þetta. En þið skiljið kannski núna af hverju ég er einhleyp. Ef ég ætti kall myndi ég bara gleyma honum allstaðar........

Annars var liðin vika bara nokkuð tilþrifalítil og fátt gert sér til ánægju og yndisauka, utan þess að ég varð loksins þess heiðurs aðnjótandi að komast á hinn margrómaða sunday supper sem haldinn er hér í húsinu tvisvar á hverri önn. Þessi atburður er víst haldinn í tilefni þess að Rockafeller bauð íbúum hússins í mat fyrir langa löngu, og hefur það í för með sér að útvaldir íbúar hússins klæða sig upp og borða í hátíðarsal hússins og horfa á alþjóðleg skemmtiatriði. Ég var eiginlega búin að vera í fílu út í hússtjórnina, því á síðustu önn svikust þeir um að láta mig hafa skráningarformið fyrir þennan skrítna fagnað. Svo að ég var líklega eina manneskjan í húsinu sem var ekki einu sinni boðið að sækja um....... Fólk nefnilega sækir um að komast inn, en þar sem aðeins ca 250 manns komast að í hvert skipti er valið inn á samkomuna. Og aldrei þessu vant mundu þeir eftir því að láta skráningarblað í pósthólfið mitt með þeim afleiðingum að ég ákvað að taka þátt í slagnum að þessu sinni. En þegar boðskort hinna sérlega útvöldu skiluðu sér í pósthólfin kom í ljós að mitt var tómt..... Alger spæling.... En líklega sáu þeir að sér því að síðasta föstudagskvöld kom loksins boðskort í pósthólfið mitt, rosalega fínt og formlegt, bauð velkominn Julian Magnusdottir á sunday supper. Þeir héldu semsagt að ég væri gaur..... Sem var nokkuð fyndið því að í móttökunni fyrir matinn fengum við öll nafnspjöld og nafnið mitt var líka vitlaust þar. En enginn er fullkominn svo að ég fyrirgaf þessa yfirsjón nokkuð ljúfmannlega. En í ljós kom að maturinn á þessari uppákomu var hinn sami og í mötuneytinu. Eini munurinn var sá að hann var borðaður í fínna umhverfi og með víni. En skemmtiatriðin voru góð, afródans, kung fu, tónlist of fleira.

1 Comments:

At 2:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Á það til að kíkja hér öðru hvoru. Þegar ég las bloggið hjá þér núna þá bara verð ég að spurja þig að einu tengdafrænka. Ertu viss um að þú eigir ekki karla einhversstaðar sem þú hefur svo bara gleymt ???? ;) Svona fyrst að ástandið er orðið svona slæmt hehehehheheh..... frábært blogg eins og önnur hjá þér.

 

Post a Comment

<< Home