Súpermannsjón og fleira
Jæja, þá er víst best að blogga þar sem það er fimmtudagskvöld og ég á ekki að vera neinstaðar. Sem er bara alveg ágætt. Ég er nefnilega að jafna mig eftir aðra umferð í hinum margfræga Baush and lomb LASIK þeirra Bandaríkjamanna frá síðasta þriðjudegi. Sem að þessu sinni virkaði bara svakalega vel, svo að núna sé ég nánast í gegnum veggi.....eða þannig. Ég varð hreinlega smeik þegar ég vaknaði á miðvikudagsnóttina og gerði mér grein fyrir því að ég sá herbergið mitt í myrkrinu......mjög skrítin tilfinning.Ferðin til San Hose var nokkuð ævintýraleg, ég leigði bíl og fékk Klaus og Torbein (þýskir) til þess að keyra mig þangað. Aðgerðin tók mjög stuttan tíma, aðeins nokkrar sekúndur. Pappírsvinnan fyrir aðgerðina tók hinsvegar mun lengri tíma, eða ca 1 klukkustund. Mér leið bara nokkuð vel eftir aðgerð, enda hafði góðviljuð hjúkka gefið mér góðan slurk af valíum (rosagott). Svo að við ákváðum að taka löngu leiðina heim, þ.e. Stanford veginn og strandlínuna. Sem var nokkuð skrautlegt sökum þess að Klaus keyrði og T0rbein var á kortinu..... Og þeir rifust mikið á öllum gatnamótum. Svo að við tókum ca klukkustundar hliðartúr inn í fjalllendi sem vel hefði sómt sér í Stephen King sögu; vegurinn varð sífellt mjórri og landslagið óraunverulegra. Og ekkert fólk. Þetta var svona middle of no were. Og komum síðan út á aðalgötuna aftur eftir klukkustundar akstur á nákvæmlega sama stað og áður......Ójá, guði sér lof fyrir valíumið... sem gerði það að verkum að ég sat bara brosandi í aftursætinu allan tíman sem strákarnir þrösuðu um réttar og rangar áttir og óku í gegnum aðrar víddir...
En annars er mest lítið að frétta þar sem lítið er gert annað en reynt að læra þessa dagana. Á föstudaginn síðasta var þó haldið grímusamkvæmi hér í húsinu. Ég stoppaði heldur stutt við, þar sem ég hef þessi síðustu misseri verið með afbrigðum kvöldsvæf og félagsfælin. Svo að það voru engar svaðilfarir þessa helgina og engar gólfviftur og grikkir.....
Á laugardaginn skrapp ég síðan út að borða þar sem Burhaim (tyrkneskur) átti afmæli. Sökum þráðláts höfuðverkjar fór ég heim að loknum málsverði og beint í bólið. Ég hrökk hinsvegar upp um tvöleytið við hávært og margraddað sírenuvæl sem virtist nema staðar fyrir utan I-house. Frétti það síðan daginn eftir hvað hafði skeð; stúlka hér í húsinu reykti víst slæma jónu og tók paranoju kast með þeim afleiðingum að einhver hringdi eftir aðstoð. Og af því að þetta eru Bandaríkin mættu á svæðið tveir sjúkrabílar, nokkrir lögreglubílar og svo tveir slökkviliðsbílar en hér um slóðir mæta þeir alltaf með öllum hinum, svona rétt til öryggis. Semsagt, ys og þys út af engu, því að stúlkan var víst komin í ágætis stand þegar hersingin mætti...
Mér þótti mjög vænt um að fá tillögur að póstmódernískum orðaþýðingum í síðustu viku (takk Eydís). Hér koma orð þessarar viku sem að þessu sinni eru tekin beint upp úr grein sem ég er að lesa.
1. Heteroclite nature
2. Proliferation
3. Heuristic value
4. Vertically
5. Didactic
Ojá, póst módernískir málfræðingar eru alger snilld. En gaman væri að fá komment á þetta ef orðin hringja einhverjum bjöllum.
1 Comments:
Sæl
hef ferið að skoða bloggið hjá þér og finnst algjör snilld að lesa þessa pisla frá þér. Maður lifir sig alveg inn í frásagnirnar
kv. Elísabet Hrund (frá Klaustri)
Post a Comment
<< Home