Tuesday, April 25, 2006

Ég geri uppreisn!

Vá, það er orðið svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég var búin að týna slóðinni minni út úr tölvunni..... En í kvöld er ég í algerri uppreisn gegn ritgerða of fyrirlestraskrifum sem hafa ráðið lífi mínu síðasta mánuðinn eða svo. Svo að ég hætti að glíma við áhrif erfðafræðirannsókna á íslenska þjóðarvitund, stormaði niður á kaffihúsið og fékk mér bjór. Og stendur alveg hjartanlega á sama þótt að kvenfólk sem drekkur eitt í þessu landi sé almennt álitið alkóhólistar. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að Jaime vinur minn flýtti sér að borðinu mínu og settist hjá mér þegar hann sá þann háska sem steðjaði að mannorði mínu....

Annars er það helst að frétta að síðustu helgi stóð yfir þjóðfræðiráðstefna hér í Berkeley. Þetta var hin árlega Western States Folklore Society ráðstefna. Ég ákvað að nota tækifærið og þjálfa betur framsöguhæfileika mína og var þessvegna með erindi á ráðstefnunni. Þetta erindi var svona soical context-Holbek greining á norsku ævintýri, partur af ritgerðinni sem ég skrifaði í einum áfanganum mínum fyrir áramót. Ráðstefnan var bara reglulega skemmtileg í heild sinni, svona blanda af gamla skólanum og govermentality-póst módernisma. Og ég fékk að tala smá íslensku þar sem Valdimar Hafstein var mættur á ráðstefnuna.

Þar sem síðustu misseri hafa snúist um ritgerðir og ráðstefnur hef ég lítið gert af því að kynna mér frekar bandarískt menningarlíf í formi barferða eða annarra skemmtanna. Lífið hér í húsinu hefur líka verið nokkuð menningarsnautt síðustu vikur, sennilega þar sem flestir standa í sömu sporum og ég, þ.e. ritgerðarskrifum. Það hefur því fátt skemmtilegt komið uppá í alþjóðasamfélaginu. Nema kannski það að mér var næstum því boðið á stefnumót í síðustu viku. Bara næstum því, vegna þess að Scott vinur minn sá ástæðu til þess að telja kjark út vonbiðli mínum þegar hann bar áætlun sína undir hann og fleiri pilta við kvöldmatar át í borðsalnum. Scott ku víst hafa gert dreng grein fyrir því að ég væri jú kona 34 ára gömul og því ekki líkleg til að þekkjast slíkt boð frá 23 ára karlmanni.....En að sjálfsögðu var Scott mikið skemmt yfir þessu og gat vart beðið með að segja mér frá þessu. En þetta er vandamál þessa húss í hnotskurn, það er ekki það að það vanti karlmennina, þeir eru bara allir svo ungir. Ja, eða ég svo gömul.......

3 Comments:

At 12:17 PM, Blogger theddag said...

Ég segi bara "Njóttu lambakjötsins" - tala nú ekki þar sem nóg er að því :)

 
At 3:10 AM, Blogger Syneta said...

Gleðilegt sumar:) blogger hefur eitthvað verið að vesenast og bannað mér að skoða síðuna þína undanfarið:(

og eitt spakmæli frá vinkonu minni, við verðum ekki gamlar og hættum að leika okkur heldur hættum við að leika okkur og verðum gamlar! ef þér líst eitthvað á þennan fyrrverandi, tilvonandi á-deit-bjóðara þá segir ég go for it:)!! ;)

Skemmtu þér vel og gangi þér vel með allt saman:)

 
At 6:40 AM, Blogger Syneta said...

... og farðu að sjá Prime:)

 

Post a Comment

<< Home