Saturday, May 20, 2006

Litli heimurinn minn er hruninn....

Enn og aftur verð ég að byrja á því að afsaka langa þögn. Síðustu vikur hafa verið vægast sagt mjög stressandi og því hefur bloggið fengið að sitja á hakanum. Og svo þurfti ég náttúrulega að pakka og flytja út úr I-house.

Þessa stundina sit ég á kaffinu mínu í I-house sökum þess að ég var í svona rebound. Þessi litla vasaútgáfa af veröldinni leystist formlega upp í morgun þegar allir fluttu út og fóru heim. Nema ég sem flutti inn á sófan hjá Þórdísi hér í Berkeley þar sem ég verð uns mér tekst að ákveða hvort ég eigi að flýta fluginu heim eða gerast túrsisti í San Fransisco. Ég er viss um að ég á eftir að sakna allra fyrrum sambýlinga minna sárt næstu daga og borða þessi lifandis ósköp af súkkulaði.....

Síðustu dagar hafa allir verið undirlagðir í pakkerí, og þrátt fyrir að hafa hent þessu lifandis ósköp af drasli og sent allar bækur heim í pósti sit ég uppi með fjórar ferðatöskur. Ég hreinlega botna ekkert í því hvernig ég fór eiginlega að því að eignast 17 pör af skóm....En ég mun líklega bara borga aukagjald fyrir aukatöskurnar, ég held að það sé ekkert svo svakalega mikið. En mikið rosalega er erfitt að dröslast með þær út um allt.

Í gærkvöldi var síðasta partýið hér í I-house, það var svona frumskógarþema og allir hálfberir eða þannig...Og allir náttúrulega að faðmast og grenja algerlega á hvolfi vegna áfengisdrykkju. það voru því þunnir og þreittir einstaklingar sem tékkuðu út klukkan 10 í morgun. Mér tókst einhvernmegin að komast fram úr og yfirgefa húsið, henti töskum í bílinn hjá Þórdísi og brunaði í Íslenskt Eurovision partý í Oakland. Og var bara alveg sátt við úrslitin, frábært hjá Finnunum.

Ég held að ég hafi þetta ekki mikið lengra að þessu sinni, ég er eiginlega bara allt of döpur til að blogga þessa stundina og ætla þessvegna að snúa mér að meira súkkulaðiáti í staðinn....

1 Comments:

At 12:45 PM, Blogger theddag said...

Ég kannast alveg við þessa tilfinningu, þetta er ógeðslega erfitt.

 

Post a Comment

<< Home