Ég er að koma heim
Að þessu sinni blogga ég ekki frá kaffihúsinu góða eins og venjulega, heldur ofan úr Oakland’s hlíðum þar sem ég dvel um þessar mundir hjá Scott England (já, hann er breskur eins og nafnið gefur til kynna). Eftir að ég flutti út úr I-House hef ég verið á hálfgerðum flækingi milli Þórdísar, mótela og Scott’s, en þessar tvær nætur sem ég eftir að vera hérna held ég að ég dvelji í fjöllunum hjá Scott. Hann er nefnilega að passa villu sem yfirmaður hans á hér í Oaklandsfjöllum, þetta er stærðarinnar hús í skógivöxnum hlíðum með heitum potti og sólríkum veröndum. Svo að ég held að ég verði bara hér í sólbaði síðustu dagana....Annars var síðasta vika svolíðið stressandi, ég var á harðahlaupum út um allt að leita að einkunum og ritgerðum, auk þess sem ég þurfti að glíma við allt brottfararskrifræðið, borga reikninga og fleira. Það versta var samt bókasafnsdæmið, ég þurfti að ljósrita þessi lifandis ósköp upp úr bókum sem ég hef ekki heima, og vegna einhverrar innsláttarvillu rann bókasafnskortið mitt út í tölvukerfinu þann 21. mai í stað 31. mai eins og stóð á því. Sem hafði það í för með sér að ég þurfti að hlaupa á milli skrifstofa í ca 2 daga til að fá þetta lagað.....
Í tilefni þess að mér tókst að ljúka við allt skrifræðið síðasta föstudag ákvað ég að leggjast í ferðalög um helgina. Ég fór ásamt Scott um Norður-Kaliforníu, þjóðveg 101 í gegnum risaskóga og þjóðveg 1 meðfram strandlínunni. Landslagið á þessum slóðum er ævintýralega flott, soldið eins of firðirnir í Noreigi, þ.e. yfirþyrmandi fallegt en allt soldið eins. Og ég hef aldrei séð stærri tré eða eins mikið af þeim......Ég sofnaði annars alltaf þegar við höfðum ekið í gegnum skóg um tíma, Scott heldur að það hafi kannski verið allt súrefnið.Við höfðum síðan nætursetu í hinum sérkennilega bæ Eureka, sem státar af 28 þúsund íbúum, tveimur dómshúsum, fangelsi, fjórum bail bound fyrirtækjum og óteljandi lögfræðiskrifstofum. Og þetta er bara það sem við sáum á göngu okkar eftir einni götu á leið til kvöldverðar.....Og karlmennirnir í þessum bæ hafa sennilega aldrei séð konur áður, því að ef ég hætti mér ein út úr mótelherberginu okkar störðu þeir á mig eða gáfu mér bibb og vink þegar þeir óku framhjá. Mér leið eiginlega eins og ég væri komin til Spánar eða Ítalíu.
Ég flýg heim um miðnætti þann 31. mai og á víst að lenda þann 1. júní klukkan 14:30 á Íslandi. Ég vona að það verði einhverjir til í bjórdrykkju þarna heima að kvöldi 1. júní eða áður en ég held heim á leið í sveitasæluna. En mér hlakkar svakalega til að koma heim, fá íslenskan mat, íslenskt veður, íslenskt fólk og íslenska bari....Svo, sjáumst næsta fimmtudag!