Saturday, October 14, 2006

Ég er sko komin heim fyrir lifandis lögnu....

Halló Ísland, ég er sko löngu kominn heim og ekkert á leiðinni lengur. Ég hafði bara enga nettenginu í sumar og síðan engann tíma í haust. En nú stendur þetta allt til bóta og ég ætla að reyna að blogga bara nokkuð reglulega yfir hvítvínsglasi það sem eftir lifir vetrar. Sem er reyndar víðsfjarri þessa stundina sökum þess að ég er í vinnunni og sit yfir syngjandi fullum Íslendingum í stað þess að drekka sjálf. Ömulegur hlutur að gera á laugardagskvöldi en svona er lífið. Annars hefur öll vikan farið í að þræla mér í gegnum efni vikunnar í rannsóknum í þjóðfræði. Mér reiknast til að ég hafi farið í rúmmið í vikunni með 7 karlmönnum og einni konu, þeim Oring, Goldstein, Motz, Eskeröd, de Certeau, Bourdieu og Bascom.

Annars finnst mér athyglisvert að í þessum áfanga er ég búin að lesa alls 50 texta eftir karlmenn en einungis 9 eftir konur (þar af ca helmingur eftir sömu konuna). Sem mér finnst skrítið því að mér finnst ekki vera þverfótað fyrir konum í þjóðfræðinni. Ætli þær séu svona slappar við að gefa út? Eða er það bara svona óáhugavert sem þær eru að gera? Og þá að mati hvers? Hver skildi ráða þjóðfræðiparadigmanum sem stjórnar því hvað er áhugavert og hvað ekki og hvað eigi að flokkast undir fræðigreininga þjóðfræði og hvað ekki?

Já, lífið skilur mann eftir með margar ósvaraðar spurningar.